Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

20.9.2016

Sprettfiskar og kuđungakrabbar

Sumum finnst skemmtilegast að tína skeljar og steina, á meðan aðrir vilja veiða sprettfiska og velta við steinum til að skoða marflær. Fjaran er ævintýraheimur fyrir alla. Á dögunum var farið í fjörurannsóknarleiðangur út í Gróttu.

Ferðin var hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem nefnist Með fróðleik í fararnesti. Eins og nafnið gefur til kynna er verið að sameina útiveru og fræðslu.

Í fjöruferðinni fræddu Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor og Kristín Norðdahl, lektor, báðar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands þátttakendur um allt sem börnn og fullorðnir fundu í sjónum, sandinum og í þaranu. Og það var sko margt sem rak á fjörur hópsins meðal annars þrjár tegundir af kröbbum, tvær fisktegundir, fjölmargir kuðungar og ýmis konar smádýr.

Hér má skoða fullt af myndum úr ferðinni.

Í fjöru_optForsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta