Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

4.5.2016

Af landreki, gosum og gjálífi

Vissuð þið að Ísland er að stækka um 2-3 cm á hverju einasta ári? Ekki bara það heldur er hægt að sjá nákvæmlega hvernig það gerist bara rétt fyrir utan Reykjavík, nánar tiltekið í Búrfellsgjá í Heiðmörk.

Rennisléttur gjáveggur
Snæbjörn útskýrir hvernig gjáveggirnir mynduðust

Ferðafélag barnanna fræddist um landrek, eldgos og jarðskjálfta og líka svolítið um galdra og gjálífi í göngu sem farin var um Búrfellsgjá og alla leið upp á gíginn Búrfell.

Upp á Búrfell  Vinir á göngu
Gengið upp á topp                                          Vinir á göngu

Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og doktorsnemi í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var með í för og útskýrði hvernig hraunið myndaði gjána þegar hrauná rann frá gígnum. Hann útskýrði líka hvernig rennisléttir gjáveggirnir, margskipt hraunlögin og allir skútarnir og hellarnir mynduðust og sýndi hvernig landrekið hefur breytt gjánni og myndað þversprungur út um allt.

Sjáið þarna  Svona gerðist þetta
Sjáið þarna                                                      Svona gerðist þetta

Margt er að sjá og skoða í Búrfellsgjá. Þar er gömul hlaðin rétt sem minnir á forna gjálífistíma og sagnir um göldrótta einbúa sem þar bjuggu í eina tíð. Barnaskarinn fékk aðstoð við að síga ofan í Vatnsgjána til að ná sér í ískalt og brakandi ferskt lindarvatn og fræddist líka um það hvernig nota má hryllilegan galdur til að verða sér úti um gullpeninga!

Í gjótu   Rjúpa
Ofan í gjótu                                                      Rjúpa í vitlausum felubúningi!Forsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta