Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

16.6.2015

Jurtauppskriftir og leiđbeiningar

Best er að tína jurtir og grös snemmsumars þegar blómin eru að vaxa. Þar sem sumarið hefur verið óvenju kalt er sprettan seinna á ferðinni en vanalega og því fer nú í hönd aðal grasatínslutíminn.

Kolla grasalæknir slóst í för með Ferðafélagi barnanna í grasaferð í Heiðmörk og tók saman handhægar leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við tínslu og verkun jurta. Hér má líka nálgast nokkrar uppskriftir, t.d. að tei fyrir börn, fíflahunangi og græðandi jurtasmyrsli.

Kolla leiðbeinir
Kolla grasalæknir leiðbeinir áhugasömum

Tínsla og verkun jurta

Það sem þarf til að tína er:

  • Flórubók
  • Skæri eða klippur
  • Strigapoki/koddaver/hveitipoki
  • Skófla (fyrir rætur)

Marístakksbikar     Smakkað
Vatnið sem safnast fyrir í bikar Maríustakks er sérstaklega heilsusamlegt!

Rætur: Þær má tína á vorin og haustin þegar jurtin er fallin. Þegar verið er að tína þá þarf að ganga vel um svæðið þar sem þið eruð. Notið skóflu og skerið vel þannig að hægt sé að ganga frá þessu án þess að nokkur taki eftir því að þið hafið verið þarna. Síðan er moldin þvegin af rótunum og gott er að nota grænmetisbursta til að þrífa þær. Síðan þarf að skera þær niður í hæfilega litla bita eins 1 cm þykka. Þá eru ræturnar tilbúnar til þurrkunar. Geymið þær síðan í þykkum bréf eða strigapokum.

Blöð: Eru venjulega týnd rétt fyrir blómgun nema annað sé sagt. Flest laufblöð er auðvelt að þurrka. Annaðhvort bindið jurtirnar í knippi og látið hanga þar til þær eru þurrar eða dreifið þeim á þurrkunargrind. Stundum er gott að klippa þær niður því það vill oft verða erfitt að brjóta jurtina eftir að hún er orðin þurr. Sumar jurtir eru mjög þykkar og safaríkar og er oft erfitt að þurrka þær. Hægt er að setja þær í mixara og skera smátt og þurrka svo við 50 gráður, jurtin súrnar ef hún er ekki þurrkuð eins fljótt og hægt er. Nota skal skæri, fjárklippur eða hníf til að tína laufblöðin.  Finnið út hvað ykkur finnst best að nota. Sumar jurtir eins og Aðalbláberjalyng og Horblaðka þarf að þurrka mjög fljótlega eftir tínslu, annars verða þau brún og ljót.

Krónublöð: Er frekar auðvelt að tína og þurrka. Það þarf bara að passa að þurrka þau eins fljótt og hægt er.

Glaður     Í grasaferð
Grasaáhugamenn á öllum aldri.

Nokkrar jurtir sem finnast í Heiðmörkinni

Birki: Er vökvalosandi, verkastillandi, við blöðrubólgu og bjúg. Sem te gefur birkið mjög gott bragð. Börkur og ósalt smjör var sett á sár. Hægt að tappa af trénu vökva skömmu fyrir laufgun og fá flottan safa. Birki soðin saman við bývax og kakósmjör þá fæst mjög græðandi smyrsl. Laufin eru mjög góð á bragðið í te og eru vökvalosandi, verkjastillandi og hreinsandi. 

Klóelfting: Skollafótur góður til að steikja úr smjöri eða setja í mjólkurgraut eða hafragraut. Grólausi stöngullinn, Klóelfting er vökvalosandi og mjög nærandi fyrir allan bandvef í líkamanum.

Blágresi: Er gott fyrir hugann, niðurgangi, bólgum og sárum í meltingarvegi og bólgum. Kannski ekki gott sem hversdagste. 

Hvönn: Hvannarlauf eru góð í súpur, pottrétti, salöt og fleira. Gott að týna þau snemm sumars. Eru mjög góð til að örva kirtlakerfi í meltingarveginum. 

Maríustakkur: Konujurt.

Rjúpnalauf: Er styrkjandi, var mikið notað í hversdagste á Íslandi.

Vallhumall: Er mjög flott lækningajurt. Græðandi, nærandi og myndi passa vel í hversdagste.

Rólað
Svo má líka bara róla sér í grasaferðinni!

Uppskriftir

Te fyrir börn

Birki.

Blóðberg.

Rjúpnlauf.

Vallhumall.

Hrafnaklukka.

Smá hvannarlauf.

Fíflalauf.

Spánarkerfill.

Sigurskúfur

- 1 tsk í 1 bolla

- láta standa í 5-10 mínútur

- sigta frá og njóta

Fíflahunang

500 gr fíflablóm

1 kg hrásykur

½ sítróna safi

-skolið fífla, setjið í 1l af köldu vatni og standa í 2 klst

-sjóða síðan vatnið með fíflum og kæla

-lok á potti, látið standa yfir nótt (eða um 12 klst)

-sía vökva frá blómum gegnum sigti og síðan grisju (viskustykki)

-setja 1 kg sykur og sítrónu út í vatnið

-sjóða stutta stund og látið malla á vægum hita þar til hunang fer að þykkna, tekur smá tíma

-látið kólna og sett í hreinar krukkur. Geymist í 8 mánuði.

Ávaxtaboost með arfa

1 b vatn

Smá hreinn ávaxtasafi að eigin vali

1 hnefi ferskur haugarfi

1 bolli frosið mango eða ananas

½ banani

Blóðbergs hóstasíróp

2 b hrásykur

1 b vatn

10 greinar ferskt blóðberg

-blanda öllu saman í pott og hræra

-sjóða við meðal til háan hita

-þegar sýður, minnka hita, láta blöndu þykkna (um 5 mín)

-taka af pönnu og láta standa í 15-20 mín. Sigta svo jurtir frá og hella í hreina hreina krukku með loki

-geyma í kæli

Græðandi jurtasmyrsl

2 hnefar jurt t.d. vallhumalsblóm

(hægt að nota blóm af blágresi eða gulmöðru ef vill)

200 ml vaselín

Smá sólblómaolía

-hita vaselín í potti yfir vatnsbaði

-þegar bráðið, setja jurtir út í, hræra jurtum vel saman

-slökkva undir og látið standa saman í 10 klst (án loks)

-sigta svo jurtir frá í gegnum grisju/hreina tusku

-láta kólna aðeins og hræra smá sólblómaolíu út í til að verði aðeins mýkra

-má setja 5-10 dropa af lavender ilmkjarnaolíu (sótthreinsandi, eykur geymsluþol)

-skafa í hreinar krukkur og geymist í yfir 1 árForsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta