Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

15.1.2015

Stjörnu- og norđurljósaskođun á laugardagskvöld

Stjörnu- og norðurljósaferð Ferðafélags barnanna frestast til laugardagskvöldsins 17. janúar vegna veðurs. Veðurspáin fyrir laugardaginn er stöðugri en fyrir föstudagskvöldið og útlit fyrir að það verði alveg heiðskírt.

Þátttakendur safnast saman við skrifstofu FÍ í Mörkinni 6 kl. 20 um kvöldið og aka í halarófu út fyrir borgarmörkin, upp í Heiðmörk, framhjá Rauðhólum og að Elliðabænum við Elliðavatn. Þar leggjum við bílunum (passa að raða þeim vel svo allir komist fyrir) og göngum aðeins meðfram vatninu.

Afar mikilvægt er að allir séu vel klæddir því það spáir köldu veðri, allt að 10 stiga frosti. Það má jafnvel stinga einhverri sessu eða gamalli frauðdýnu ofan í bakpokann því auðvitað er allra best að skoða himingeiminn liggjandi á jörðinni og þá er gott að liggja / sitja á einhverju sem einangrar rassinn frá jörðinni!

Við mælum líka með því að fólk taki með sér nesti og eitthvað heitt á brúsa. Og svo er frábært að taka með sér kíki til að skoða allar stjörnurnar og norðurljósin sem við vonumst til að láti sjá sig líka.

Sjá nánar hér.

Elliðabærinn

Elliðabærinn við Elliðavatn

 Forsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta