Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

13.8.2014

Í heimsókn hjá Hrafni

Hvar er hægt að sulla berfættur á ljósgullinni strönd, fræðast um Hallgerði langbrók og kinnhestana hennar þrjá og heimsækja skrítið en frábærlega skemmtilegt furðuhús? Nú á Laugarnesinu í Reykjavík sem var áfangastaður Ferðafélags barnanna í vikunni.

Skarfaklettur

Ferðalagið hófst við listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesinu og svo var gengið um Laugarnestána að Skarfakletti þar sem tærnar fengu að sleppa frjálsar og sulla í sjónum og hvítum sandi við Skarfaklett. Þar fannst líka myndarleg marglytta sem var skoðuð í bak og fyrir. Eftir stutta draugasögu um Viðeyjarmóra var gengið til baka og um gamla bæjarhólinn í Laugarnesi þar sem hundasúrur vaxa við gamla kirkjugarðinn.

Marglytta

Krakkarnir hlustuðu af andakt á frásögn um örlög eiginmanna Hallgerðar langbrókar sem var gift þremur mönnum sem allir létu lífið eftir að hafa lagt á hana hendur en sjálf var Hallgerður grafin á Laugarnesinu.

Hjá Hrafni Gunnlaugssyni

Að lokum var svo bankaði upp á hjá Hrafni Gunnlaugssyni, kvikmyndaleikstjóra. Hrafn tók vel á móti hópnum og leyfði krökkunum að valsa inn og út um allar trissur í ævintýrahúsinu sínu og meira að segja að klifra upp á þak að skoða gamla sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni - það var gaman!

 Uppi á þaki!

Hér má sjá fleiri myndir úr þessari skemmtilegu borgargöngu.Forsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta