Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

7.8.2014

Laugavegur barnanna

Ferðafélag barnanna fór í tvær aldeilis dásamlegar fjölskyldugöngur um Laugaveginn í sumar. Alls gengu um 25 börn Laugaveginn í þessum tveimur göngum, sá yngsti aðeins 4 ára og gaf hinum eldri ekkert eftir.

Laugavegurinn er frábær gönguleið fyrir fjölskyldur að ganga og njóta saman. Leiðin er afar fjölbreytt og býður upp á ótal útidúra og alls konar náttúrufyrirbrigði sem gaman er að skoða. Gengið er í fjóra daga, gist í skálum allar nætur og allt dót trússað á milli næturstaða. Gengið er á forsendum barnanna, það er farið hægt og stoppað oft til að skoða það sem fyrir augu ber og segja sögur og á kvöldin eru svo skemmtilegar samverustundir.

Þetta eru ferðir sem óhætt er að mæla með enda eru Laugavegsgöngur Ferðafélags barnanna svo vinsælar að þær bókast upp strax í janúar.

Hér má sjá myndir frá fyrri Laugavegsgöngunni 16. júlí.

Hér má sjá myndir frá seinni Laugavegsgöngunni 30. júlí.

Laugavegsganga FB

Börn í skála



Forsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta