Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

25.6.2014

Halló, er Álfur heima?

Kýr sem tala, steinar sem láta mann hverfa, dögg sem læknar allt, blóm sem uppljóstra leyndarmálum og selir sem verða að mönnum. Allt þetta og meira til gerist á Jónsmessunni.

Álfar við Helgufoss

Ferðafélag barnanna fór í leiðangur á Jónsmessunni til að kanna málið og skoðaði Helgufoss og Helgustein sem er sannkölluð álfahöll í Mosfellsdal.

Halló. Er einhver heima?

Það var sungið fyrir álfana uppi á Helgusteini en svo virtust þeir ekki vera heima þegar hópurinn lagði þriðja augað að steininum og reyndi að ná sambandi - kannski þeim hafi ekki litist á sönginn eða þá að þeir hafi bara allir verið í Jónsmessupartýi í næstu álfabyggð!

Álfur eða drengur?

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.Forsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta