Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

7.6.2012

Fjölbreyttar ćvintýraferđir

Klettaklifur, draugaganga, hellaskoðun, villibað, fuglaskoðun og grasalækningar er meðal þess sem boðið er upp á í fjölbreyttum ferðum hjá Ferðafélagi barnanna í sumar. Myndarlegur bæklingur með ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2012 er kominn út og í dreifingu og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem kitlar ævintýraþrána.

Í Öskju með Herðubreið í baksýn

Ferðirnar eru mislangar eða frá tveimur klukkustundum og upp í fjóra daga og þó flestar séu farnar í nágrenni Reykjavíkur er líka farið á Hornstrandir, upp á Kjöl og inn í Þórsmörk.

Bæklingur Ferðafélags barnannaStarfsemi Ferðafélags barnanna, sem starfar undir hatti Ferðafélags Íslands, er komin á fulla ferð í ár og nokkrar dagsferðir eru nú þegar að baki. Framundan er svo spennandi sumar með ótal ferðatækifærum. Næst á dagskránni er þjóðhátíðarganga eftir endilangri Almannagjá á Þingvöllum og unglingaferð á Hornstrandir þar sem vinaböndin styrkjast í sjaldgæfu fríi frá Facebook og Twitter, sjá hér.

Í ferðaáætlun Ferðafélags barnanna er líka að finna margs konar ráðleggingar til foreldra sem hyggja á ferðalög með börnum sínum og leitað er svara við flestum þeim spurningum sem brenna á foreldrum áður en lagt er af stað: Hversu langt geta börn gengið? Eiga börn að bera bakpoka? Verður þeim kalt í tjaldi? Hvað á að gera í ferðinni?

Hægt er að nálgast bæklinginn með ferðaáætlun Ferðafélags barnanna á skrifstofu FÍ að Mörkinni 6, en einnig má skoða áætlunina hér á heimasíðu Ferðafélags barnanna

Athugið að flestar ferðir Ferðafélags barnanna eru ókeypis og öllum er velkomið að koma með.

 

Við HlöðufellForsíđa »

Fréttir

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta