Beint á leiðarkerfi vefsins
Aftur á forsíðu vefs

Fréttir Allir út

Fréttir Allir út - RSS

30.6.2010

Jónsmessuganga á Vífilsfell

Þann 19.júní bauð Ferðafélag barnanna börnum og foreldrum þeirra í göngu á Vífilsfell með fararstjórum sem heppnaðist aldeilis vel. Um 40 manns mættu og tóku þátt í göngunni sem hófst kl 19.00. Gengið var áleiðis upp Vífilsfellið í rúma klukkustund. Eftir gönguna snæddu foreldrar og börn nestið sitt og sungu með þeim Sólmundi Hólm gítarleikara og Hrafnhildi Heklu harmonikkuspilara nokkur skemmtileg lög. Sögð var tröllasaga þar sem þetta var álfa og tröllaferð.

Gangan tók tæpar 2 klukkustundir upp og niður og þegar niður var komið voru einhverjir fætur orðnir lúnir en allir voru þó ánægðir með afrakstur ferðarinnar. Allur aldur var á fólki sem mætti en þeir yngstu voru á bilinu 4-5 ára.  

Virkilega skemmtileg kvöldstund þar sem krakkarnir fengu að leika sér óheft úti í náttúrunni og upplifa nýja hluti á Vífilsfellinu.

 Við minnum á að næsti viðuburður er næstkomandi laugardag kl 11.00 við Gróttu þar sem þemað í það sinn verður fuglar.

 Hægt er að skoða myndir frá Jónsmessugöngunni hér >>Forsíða »

Fréttir

Stjórnborð

Minnka letur Stækka letur Hamur fyrir sjónskerta