Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Fj÷lskylduganga um Laugaveginn

16.-20. júlí. 5 dagar

Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson. Hámarksfjöldi: 22.

Brottför: Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Nú gefst stórfjölskyldunni tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með börn og unglinga í huga. Farangur og matur trússaður á milli skála og áhersla lögð á skemmtilegar samverustundir á kvöldin.

1.d. Strax og rútan hefur skilað hópnum í Landmannalaugar er gengið af stað í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst.

2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll, framhjá Álftavatni og gist í Hvanngili. 6-7 klst.

3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann í Emstrum. 6-7 klst.

4.d. Gengið yfir æsilega brú og stöðugt grónara land niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Fögnum áfanganum með hoppi og híi og grillveislu, sem er ekki innifalin í verði.

5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi.

Verð: 45.000/50.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið: Gisting, rúta, trúss og fararstjórn.strakur_hlidardalkur

Huldustrákurinn Steinar

stelpan_hlidardalkur

Huldustelpan Hulda

FÍ logo

 

 


ForsÝ­a »

Fer­ir 2014 » Fj÷lskylduganga um Laugaveginn

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta