Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Feršafélag barnanna

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 á vegum Ferðafélags Íslands og að fyrirmynd norska ferðafélagsins DNT.

Höfuðmarkmið Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins.

Ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra.

Ferðareglur barnanna

-    Öll börn geta farið í ferðalag
-    Við viljum gjarnan hafa vin okkar með
-    Við viljum taka þátt í að skipuleggja ferðina
-    Okkur langar til þess að ganga á undan og ákveða hraðann
-    Við viljum hafa tíma til þess að leika og upplifa spennandi hluti
-    Við viljum hafa tíma til að tala um það sem fyrir augu ber
-    Við viljum fá eitthvað gott þegar takmarkinu er náð
-    Við viljum hafa það notalegt á kvöldin þegar við erum að gista
-    Við viljum ekki vera frosin úr kulda, blaut eða smeyk

Huldubörnin Hulda og Steinar (sjá hér til hægri) eru sérlegir fulltrúar Ferðafélags barnanna og tákn félagsins. Brian Pilkington er faðir þessara skemmtilegu systkina.


Ferðafélag barnanna er til heimilis að skrifstofu Ferðafélags Íslands:

Ferðafélag barnanna
Mörkinni 6, 108 Reykjavík
Sími: 568 2533. Fax: 568 2535
Netfang: fi@fi.is
strakur_hlidardalkur

Huldustrákurinn Steinar

stelpan_hlidardalkur

Huldustelpan Hulda

FÍ logo

 

 Forsķša »

Feršafélag barnanna

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta