Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Holdsveiki og Hallger­ur langbrˇk

Fer­ir - RSS
Dagsetning: 9.9.2017
Brottfararsta­ur: Kl. 11 frß bÝlastŠ­inu vi­ Listasafn Sigurjˇns Ëlafssonar, Laugarnesi
Vi­bur­ur: Holdsveiki og Hallger­ur langbrˇk
Lřsing:

Það eru ekki margir sem vita að ein frægasta og umdeildasta kona Íslandssögunnar, Hallgerður Langbrók, bjó í Laugarnesinu í miðri Reykjavík. Hver var þessi kona, af hverju var hún svona geðvond og er virkilega hægt að búa til bogastreng úr hári? Laugarnesið geymir líka sögu þeirra Íslendinga sem voru með hinn hryllilega sjúkdóm holdsveiki, þar sem útlimir gátu hreinlega dottið af fólki.

Sérfræðingar frá Háskóla Íslands fylgja okkur um Laugarnesið og segja þessar sögur og fleiri. Þetta er ferð fyrir alla áhugakrakka um skemmtilegar sögulegar staðreyndir. 2 klst.

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem ber nafnið: Með fróðleik í fararnesti.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!


 

til baka


ForsÝ­a »

┴Štlun

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta