Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Tröllaganga um Jökulsárgljúfur

Ferđir - RSS
Dagsetning: 7.8.2017
Brottfararstađur: Kl. 10 á einkabílum á bílastćđiđ viđ Dettifoss.
Viđburđur: Tröllaganga um Jökulsárgljúfur
Lýsing:

Ævintýraleg ganga um stórbrotið Jökulsárgljúfur frá Dettifossi um Hólmatungur og Hljóðakletta niður í gróðurvin Ásbyrgis. Fjölbreytt landslag og fjölmörg náttúruundur á leiðinni og mörg tilefni til að segja magnaðar sögur. Gist í tjöldum og notast við almenningssamgöngur eftir megni.

Fararstjórar: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Hámarksfjöldi 30.

Mæting: Kl. 10, mánudaginn 7. ágúst á einkabílum á bílastæðið við Dettifoss.

1.d., mánud. Bílstjórar ferja bíla niður í Hólmatungur á meðan aðrir skoða hinn ógurlega Dettifoss. Svo er gengið á brúnum meðfram Jökulsánni og hrikalegu Hafragilsundirlendinu þar sem blátt lindarvatn blandast brúnu jökulvatni. Gengið í bíla við Hólmatungur og ekið að tjaldstæði í Vesturdal.

2.d. Rúta flytur hópinn til baka þar sem frá var horfið og dagurinn hefst á göngu um óviðjafnanlega gróðurvin með ótal uppsprettum og hvannamóum. Gloppuhellir og Kallbjarg verða á vegi okkar. Gengið í næturstað annað hvort um Svínadal eða Karl og Kerlingu. Aftur gist í Vesturdal.

3.d. Gengið að Tröllinu ógurlega og um Hljóðakletta með sínum stórbrotnu stuðlabergskirkjum. Upp um Rauðhólana og yfir móa þar til staðið er á brún Ásbyrgis. Hóffari Sleipnis er svo fylgt niður um einstigisgjá að tjaldstæðinu. Bílstjórar selfluttir til að ná í bílana í Vesturdal.

4.d. Hópurinn slæst í för með landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í gönguferð um Ásbyrgi, fyrst kl. 11 við tjaldsvæðið og aftur kl. 14 um innsta hluta svæðisins.


Verð: 31.000/36.000. Innifalið: Rúta, trúss, tjaldgisting og fararstjórn.

Bókað á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, fi@fi.is eða í síma: 568 2533.


 

til baka


Forsíđa »

Áćtlun

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta