Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Krakkafer­ Ý Kerlingarfj÷ll

Fer­ir - RSS
Dagsetning: 15.7.2016
Brottfararsta­ur: Kl. 10 me­ r˙tu frß skrifstofu F═, M÷rkinni 6.
Vi­bur­ur: Krakkafer­ Ý Kerlingarfj÷ll
Lřsing:

Kerlingarfjöllin tekin með trukki og dýfu og gengin endilöng frá norðri til suðurs. Gist í skálum í tvær nætur og farangur trússaður á milli skála.

Fararstjórar: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Hámarksfjöldi: 16.

Brottför: Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

1.d., föstud. Ekið um Kjalveg og í Árskarð í Kerlingarfjöllum. Farangri komið fyrir í skála og haldið áfram upp á hverasvæðið. Gengið aftur niður í skála með útúrdúr og fótabaði í heitri laug. 5-6 km.

2.d. Hópnum er skutlað aftur upp á hverasvæði og þræðir nú stíga meðfram Innri Árskarðsá áður en stefnan er tekin yfir Löngufönn, framhjá Svarthyrnu og niður í skála sunnan undir Klakki. 13 km.

3.d. Gengið meðfram hrikalegu gljúfri Kerlingarár niður í skálann í Leppistungum þar sem rúta bíður hópsins og flytur til byggða. 15 km. Á leiðinni til Reykjavíkur er Gullfoss skoðaður frá óvenjulegu sjónarhorni, þ.e. austan megin frá, og kíkt á undraveröld Brúarhlaða.

Verð: 48.000/53.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára.

Innifalið: Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.

Bókað á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 fi@fi.is eða í síma: 568 2533.

 ......

Áreynsla og fjallatöfrar

Ævintýraferð í Kerlingafjöll með fararstjórahjónunum Brynhildi Ólafsdóttur og Róbert Marshall verður farin í sumar. Börn og foreldrar leggja frá sér tölvurnar og pakka niður farsímunum. Framundan er einstök upplifun í íslenskri náttúru þar sem engin tæki þarf til að flýja veruleikann.

Í ferðum með Ferðafélagi barnanna er lögð áhersla á það sem má gera og eitt af því sem má er að frelsa tærnar og stinga þeim í kalda læki eða volgan leir. Það er kallað táreynsla og Kerlingafjöllin undirfögru bjóða upp á mörg slík tækifæri. Þar rekur hvert náttúrundrið annað, hverir og snjófannir, litrík gljúfur og heitar náttúrulaugar.

Gist verður í skálum og farangur og matur trússaður á milli. Eftir göngur dagsins eru gjarnan settar upp listasmiðjur þar sem hópurinn fær tækifæri til að túlka reynslu dagsins og dunda sér við að teikna og lita. Að kvöldi er síðan haldin kvöldvaka. Þar er sungið og sögur sagðar og aðrar spunnar upp. Líklegt er að ein og ein draugasaga læðist með.

Ferðafélag barnanna hefur notið síaukinna vinsælda undanfarin ár. Ferðirnar eru skipulagðar á forsendum barna og lögð er áhersla á ferðalagið sjálft, það að leyfa sér að stoppa og taka eftir litlu hlutunum, lifa og gleðjast í núinu. Á þannig ferðalagi skiptir hraðinn ekki máli, né heldur hversu langt er eftir í næturstað.

 


 

til baka


ForsÝ­a »

┴Štlun

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta