Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Trķtlaš um móa ķ Mosfellsdal

Feršir - RSS
Dagsetning: 2.9.2017
Brottfararstašur: Kl. 11 frį bķlastęšinu viš Gljśfrastein ķ Mosfellsdal
Višburšur: Trķtlaš um móa ķ Mosfellsdal
Lżsing:

Sumri hallar og berin bíða bústin á lyngi rétt utan við borgarmörkin. Við bjóðum uppá skemmtilega laugardagsgönguferð sem nærir bæði líkama og sál og liggur um rómað berjaland og slóðir Halldórs Laxness. Að göngu lokinni bregðum við okkur á safnið á Gljúfrasteini. 2-3 klst.

Allir taka með sér nesti og auðvitað ílát undir berin.

Gengið verður áleiðis að Helgufossi, með Kaldá. Þarna fór Halldór Laxness í sína daglegu hressingargöngu meðan hann bjó á Gljúfrasteini. Gönguferðirnar voru honum uppspretta hugmynda. Hvað skyldi okkur detta í hug á leiðinni? 

Þátttakendur eru hvattir til að nota bílastæðið framan við Jónstótt við gömlu brúna yfir Köldukvísl. Þá er keyrt upp afleggjarann áður en komið er að Gljúfrasteini, við græna strætóskýlið í Mosfellsdal á móti hestaleigunni í Laxnesi. Sjá hér á korti.

Ferðin er farin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta