Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Vatnasull og giljagöngur

Feršir - RSS
Dagsetning: 17.8.2014
Brottfararstašur: Kl. 11 frį Hlķšarendasjoppunni (N1) į Hvolsvelli
Višburšur: Vatnasull og giljagöngur
Lżsing:

Fátt er skemmtilegra en að vaða og sulla í vatni og í þessari ferð verður farið alla leið í busluganginum. Við byrjum rólega, göngum undir Seljalandsfoss og látum úðann þvo okkur í framan áður en farið verður í vaðskóna og fossinn Gljúfrabúi afhjúpaður í felustað sínum.

Eftir það halda okkur engin bönd og við vöðum Nauthúsagilið allt til enda og ljúkum svo sullumbullinu með því að stinga okkur ofan í  Seljavallalaug. Allir mæta með vaðskó, marga sokka til skiptanna og sundföt. 6 klst.

Hópurinn hittist á eigin bílum við Hlíðarendasjoppuna (N1) á Hvolsvelli kl. 11 á sunnudagsmorgun og keyrir í samfloti austur undir Eyjafjöll. Það má gera ráð fyrir að það taki tæpa 2 klst. að keyra frá Reykjavík á Hvolsvöll.

 

Þessi ferð er ókeypis fyrir öll börn og líka ókeypis fyrir þá foreldra sem eru í Ferðafélagi Íslands. Ferðin kostar hins vegar þúsund krónur fyrir utanfélagsforeldra - rukkað á staðnum, en hver fjölskyldueining borgar þó ekki meira en þúsund krónur - þ.e. hvort sem það er bara mamma eða bæði mamma og pabbi eða jafnvel mamma, pabbi, amma, afi og Óli frændi!


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta