Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Fj÷lskylduganga um Laugaveginn

Fer­ir - RSS
Dagsetning: 3.8.2017
Brottfararsta­ur: Kl. 8 me­ r˙tu frß skrifstofu F═, M÷rkinni 6
Vi­bur­ur: Fj÷lskylduganga um Laugaveginn
Lřsing:

Stórfjölskyldunni gefst hér tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með börn og unglinga í huga. Farangur og matur trússaður á milli skála og áhersla lögð á skemmtilegar samverustundir á kvöldin.

Fararstjórar: Þóra Þráinsdóttir og Jón Einarsson. Hámarksfjöldi: 22.

Brottför: Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

1.d., fimmtud. Gengið frá Landmannalaugum í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst.

2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll, framhjá Álftavatni og gist í Hvanngili. 6-7 klst.

3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann í Emstrum. 6-7 klst.

4.d. Gengið yfir æsilega brú og stöðugt grónara land niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Áfanganum fagnað með hoppi og híi og kvöldvöku.

5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi.

 

Verð: 62.000/67.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið: Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.

Bókað á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, fi@fi.is eða í síma: 568 2533.

 

Athugið að þessi ferð er líka farin dagana 5. - 9. júlí og 19. - 23. júlí.

 .........

Glens og gaman á Laugavegi

Í Laugavegsferð undir fána Ferðafélags barnanna er lögð er áhersla á að fara ekki of hratt yfir og leyfa börnum og foreldrum að njóta samvista á þessari vinsælu gönguleið. Dagleiðirnar eru ekki langar og þess er vandlega gætt að allir fái að njóta sín.

Börnum vex það stundum í augum að ganga langar vegalengdir á fjöllum með foreldrum sínum en um leið og ferðast er með öðrum börnum breytist ferðalagið og erfiðleikarnir hverfa sem dögg fyrir sólu. Hjá Ferðafélagi barnanna eru börnin í fyrirrúmi og öll leiðsögn og fræðsla miðast við þau. Farangur er trússaður og gist er í skálum. Á kvöldin er mikið lagt upp úr leik og skemmtun enda sýnir reynslan að þrátt fyrir daglanga göngu eru börnin ennþá full af orku og geta hlaupið um í fótbolta kvöldlangt.

Þá eru haldnar listasmiðjur og skemmtilegar kvöldvökur. Aðalsmerki þessara ferða er að börn og foreldrar kynnast með allt öðrum hætti. Tölvuleikir, sjónvarp og farsímar eru víðsfjarri en leikir og samtal í öndvegi. Það er mál manna að foreldrar nái í slíkum ferðum að tengjast börnum sínum með einstökum hætti og það stendur gjarnan eftir þegar ferðinni um Laugaveginn lýkur í Þórsmörk.

 


 

til baka


ForsÝ­a »

┴Štlun

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta