Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Hvaš er mįliš meš Gįlgahraun?

Feršir - RSS
Dagsetning: 15.3.2014
Brottfararstašur: Kl. 11 į einkabķlum frį skrifstofu FĶ, Mörkinni 6
Višburšur: Hvaš er mįliš meš Gįlgahraun?
Lżsing:

Af hverju skyldi Gálgahraun heita Gálgahraun? Í þessari ferð leitum við skýringa á því og finnum Gálgaklett, Gálgaflöt og Sakamannastíg. Þá skoðum við fallegar hraunmyndanir, röltum eftir Fógetagötu og spáum í það af hverju verið er að rífast um þetta gamla hraun. 2 klst.

Lagt verður af stað kl. 11 á laugardagsmorgun frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Þeir sem vilja, geta mætt beint í Garðabæinn á bílastæðið við Gálgahraun þar sem Vífilsstaðavegur og Hraunsholtsbraut mætast, sjá kortið hér að neðan.

galgahraunkort

Kortið sýnir Ásahverfi í Garðabæ og ferðin hefst á bílastæðinu sem merkt er með rauðum stöfum.


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta