Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Vetrarfer­ me­ jˇla■ema Ý Ůˇrsm÷rk

Fer­ir - RSS
Dagsetning: 10.11.2017
Brottfararsta­ur: Kl. 17 me­ r˙tu frß skrifstofu F═, M÷rkinni 6
Vi­bur­ur: Vetrarfer­ me­ jˇla■ema Ý Ůˇrsm÷rk
Lřsing:

Aðventan undirbúin með jólaföndri og kvöldvöku þar sem rykið er dustað af jólalögunum. Allir finna eitthvað í náttúrunni til að föndra úr. Léttar göngur, hellaskoðun, stjörnuskoðun, leikir og fjör.

Fararstjórar: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Hámarksfjöldi: 40.

Brottför: Kl. 17, föstudaginn 10. nóvember með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Verð: 30.000/35.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára.

Innifalið: Rúta, gisting og fararstjórn.

Bókað á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, fi@fi.is eða í síma: 568 2533.

 ....

Jólaferð í vetrarríki

Árleg ferð á vegum Ferðafélags barnanna í Þórsmörk nýtur mikilla vinsælda. Dæmi eru um að foreldrar komi ár eftir ár með börn sín til að njóta samveru og gleði í vetraríkinu í Þórsmörk. Fararstjórarnir Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall halda utan um hópinn eins og undanfarin ár.

Gist er í Skagfjörðsskála þar sem fyrirmyndaraðstaða er til að láta sér líða vel þegar kuldi og jafnvel vetrarstormur ráða ríkjum utan dyra. Þá una börn og foreldrar sér í óbyggðum við jólaföndur, sögustund eða söng og hljóðfæraslátt. Gleðin er þá jafnan við völd.

Því fylgir gjarnan sterk upplifun að koma í Þórsmörk á þessum árstíma.

Eftir að ferðamenn sumarins hurfu tók einsemd óbyggðanna við. Ósnortinn snjórinn er eins og teppi yfir öllu þegar jólagestirnir renna í hlað. Upp í hugann kemur undurfagurt jólakort.

Þegar birtir af degi klæðir fólk sig í samræmi við veður og hitastig. Svo er haldið í gönguferð. Fólk safnar könglum, greinum og steinum til að undirbúa jólaföndur að kvöldi. Rassaþoturnar eru með í för. Þögn óbyggðanna er rofin með hlátrasköllum og köllum þegar gestirnir í Þórsmörk bruna niður brekkur og veltast um í snjónum. Þegar dimmir aftur eftir miðjan dag er haldið heim í skála. Eftir góðan kvöldverð hefst kvöldvaka með tilheyrandi baðstofustemmningu. Brekkusöngvarinn Róbert annast að vanda hljóðfæraslátt og er forsöngvari. Jólalögin hljóma og tröll og draugar leggja við eyrun.

Þegar pakkað er saman til heimferðar er þegar byrjað að panta í næstu ferð. Svo er haldið til móts við jólin með öllum sínum tölvum og farsímum.


 

til baka


ForsÝ­a »

┴Štlun

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta