Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Hellaferš ķ Leišarenda

Feršir - RSS
Dagsetning: 7.10.2016
Brottfararstašur: Kl. 17 į einkabķlum frį skrifstofu FĶ, Mörkinni 6.
Višburšur: Hellaferš ķ Leišarenda
Lżsing:

Ferðafélag barnanna setur á sig hjálm og höfuðljós og heldur undir yfirborð jarðar í hellaleiðangur. Hellirinn Leiðarendi, skammt fyrir ofan Hafnarfjörð, skartar mikilli litadýrð og alls konar djásnum. Hellasérfræðingur verður með í för, kennir góða hellasiði og útskýrir alla dýrðina. 3 klst.

Það er mikið ævintýri að kanna hella og leyndardóma þeirra enda opnast eins og nýr heimur undir yfirborðinu. Umhverfið neðanjarðar getur verið mjög framandi og jafnvel ögn skelfilegt fyrir suma. Þannig henta hellaskoðanir ekki vel fyrir þá sem þjást af slæmri innilokunarkennd - þeir koma bara í klifurferðir í staðinn!

Það skiptir máli í hellaferðum að vera með gott ljós og hjálm (hjólahjálmar eru fínir) en líka góða hanska / vettlinga því allt grjót er mjög oddhvasst í hellum enda er þar engin veðrun. Í hellaskoðun er líka ágætt að vera bara í gömlum fötum sem mega rifna og verða skítug.

Athugið að mjög ung börn geta átt í erfiðleikum með að ganga á grýttum hellisbotnum og sum verða hrædd í því algera myrkri sem ríkir í hellum. Hins vegar er þetta mjög spennandi leiðangur fyrir flesta krakka frá ca. 7 ára aldri.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

 

Þeir sem það vilja geta slegist í hópinn við Leiðarenda eða beðið eftir bílalestinni við gatnamótin á Krýsuvíkurvegi (42) og Bláfjallavegi (417). Hópurinn mun aka saman frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, rétt rúmlega 17 og vera við gatnamótin um kl. 17:25. Til að komast að þessum gatnamótum þarf að aka í vesturátt í gegnum Hafnarfjörð (í átt að álverinu) og beygja til vinstri út á Krýsuvíkurveg þegar komið er framhjá Ásvöllum og Vallarhverfinu. Eftir nokkra kílómetra greinist Krýsuvíkurvegurinn svo í tvennt og vegurinn til vinstri er Bláfjallavegur.

 


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta