Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Leyndardómar Laugarnessins

Ferđir - RSS
Dagsetning: 12.8.2014
Brottfararstađur: Kl. 16 frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, Reykjavík
Viđburđur: Leyndardómar Laugarnessins
Lýsing:

Ferðafélag barnanna ræðst til atlögu við Laugarnesið sem liggur í miðri Reykjavík en fáir gefa sér tíma til að skoða. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni bönkum við upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni og fáum að skoða risavaxna hvönn, njóla og margs konar skúlptúra. 2-3 klst.

Þessi ferð er ókeypis fyrir öll börn og líka ókeypis fyrir þá foreldra sem eru í Ferðafélagi Íslands. Ferðin kostar hins vegar þúsund krónur fyrir utanfélagsforeldra - rukkað á staðnum, en hver fjölskyldueining borgar þó ekki meira en þúsund krónur - þ.e. hvort sem það er bara mamma eða bæði mamma og pabbi eða jafnvel mamma, pabbi, amma, afi og Óli frændi!


 

til baka


Forsíđa »

Áćtlun

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta