Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Į vķkingaslóšum aš Valgeirsstöšum ķ Noršurfirši

Feršir - RSS
Dagsetning: 27.7.2017
Brottfararstašur: Kl. 15 į einkabķlum aš Valgeirsstöšum ķ Noršurfirši.
Višburšur: Į vķkingaslóšum aš Valgeirsstöšum ķ Noršurfirši
Lżsing:

Ferðafélag barnanna heldur á slóðir víkinga, stígur í stafn og stýrir reistum knerri, upplifir sjóorustu, nemur land og byggir landnámshús. Lendum við í bardaga við aðra höfðingja með heimasmíðuðum vopnum? Annars ræktum við tún og engi, förum á hestbak, veiðum, föndrum og skellum upp frjálsíþróttamóti þar sem meðal annars er keppt í drumbakasti, baujuhlaupi, sandstökki, limbói og haldið héraðsmót í höfuðstöðu. Auk þess verður farið í léttar gönguferðir og sund í Krossneslaug.

Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson. Hámarksfjöldi: 30.

Mæting: Kl. 15 fimmtudaginn 21. júlí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.

 

Verð: 38.000/44.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið: Sigling, gisting, grill og fararstjórn.

Bókað á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 fi@fi.is eða í síma: 568 2533.

 .....

Spjótkast með rekavið

Ferð norður í Árneshrepp á Ströndum með Ferðafélagi barnanna er gjarnan ávísun á hamingjustundir hjá fjölskyldum. Fararstjórar eru hjónin Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson. Bæði eru þau þaulreyndir fararstjórar og þekkja umhverfi og mannlíf á Ströndum vel.

Hópurinn kemur sér fyrir fyrsta daginn í húsi Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum. Svo hefst gamanið þar sem hvergi er að finna dauða stund.

Það er farið í fjallgöngu, fjöruferðir og í sund. Það þykir vera mögnuð upplifun fyrir börnin að fara í Krossneslaugina sem stendur við fjöru. Þar situr fólk og horfir á selina svamla í fjöruborðinu.

Gengið er 15 kílómetra yfir í Ingólfsfjörð til að skoða gömlu síldarverksmiðjuna. Á göngunni eru duglegustu börnin gerð ábyrg fyrir þeim sem hægar fara yfir. Þannig næst að halda hópnum vel saman.

Einn af reglulegum viðburðum er sá að haldið er Íslandsmót í fjöruleikum. Þá eru notuð þau tæki sem finnast í fjörunni svo sem netakúlur og rekaviður. Í spjótkastið er rekaviðurinn efniviður í spjótið. Stærð spjótsins ræðst af aldri og burðum barnanna. Þá þykir borgarbörnunum það mikil upplifun að fara í kaupfélagið þar sem mjólk og veiðarfæri eru seld jöfnum höndum.

Fastur liður í þessari árlegu ferð er varðeldur í fjörunni. Ein aðalreglan er sú að farsímar og tölvur eru óæskilegar. Börn og foreldrar ná þannig að kynnast með nýjum hætti á slóðum sem eru flestum nýstárlegar. Það sést af góðri aðsókn að foreldrar og börn hafa notið samvistanna.


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta