Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Fuglaskošun ķ Grafarvogi

Feršir - RSS
Dagsetning: 22.4.2017
Brottfararstašur: Kl. 11 frį bķlastęšinu viš Grafarvogskirkju
Višburšur: Fuglaskošun ķ Grafarvogi
Lżsing:

Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands leiðir ferð um Grafarvog þar sem farfuglarnir safnast saman.

Við fáum líka óvænta heimsókn frá Leynifélaginu en þær Brynhildur og Kristín Eva sem stýrðu útvarpsþáttunum á RÚV ætla að ganga með okkur. Þær eru nýbúnar að gefa út bók sem heitir Komdu út með skemmtilegum hugmyndum um allt sem hægt er að gera úti í náttúrunni.

Þátttakendur taki með sér sjónauka og gjarnan fuglabækur. 2 klst.

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem ber nafnið: Með fróðleik í fararnesti.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

 


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta