Beint ß lei­arkerfi vefsins
Aftur ß forsÝ­u vefs

Fj÷lskyldu˙tilega ß Ůingv÷llum

Fer­ir - RSS
Dagsetning: 17.8.2012
Brottfararsta­ur: Ůingvellir
Vi­bur­ur: Fj÷lskyldu˙tilega ß Ůingv÷llum
Lřsing:

Fjölskylduútilega. Þingvellir
17.-19. ágúst. Helgarferð

Helgarferð fyrir fjölskylduna frá föstudegi til sunnudags. Tjaldað á Þingvöllum og farið í gönguferðir um þjóðgarðinn þar sem jarðfræði, Íslandssagan og búsetusaga Þingvalla verður í brennidepli. Sé veður hagstætt verður boðið upp á göngu með leiðsögn á Ármannsfell. Fararstjórinn hefur áratuga reynslu úr skátastarfi, og kennir þátttakendum hin sjö gullnu lögmál útivistar með leikjum og þrautum.

Eftir ferðina munu allir kunna að tjalda og ferðast um landið án þess að valda spjöllum á náttúrunni. 

Mæting: Þátttakendur koma á eigin vegum til Þingvalla og hittast við Upplýsingamiðstöðina kl. 18:00 á föstudaginn. 
Fjölskylduverð: 10.000 kr. Skráning á skrifstofu FÍ.
Innifalið: Tjaldsvæði og fararstjórn.
Fararstjóri: Guðmundur Björnsson.


 

til baka


ForsÝ­a »

┴Štlun

Stjˇrnbor­

Minnka letur StŠkka letur Hamur fyrir sjˇnskerta