Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Leyndardómar undirheimanna

Ferđir - RSS
Dagsetning: 30.9.2012
Brottfararstađur: Gjábakkahraun
Viđburđur: Leyndardómar undirheimanna
Lýsing:

Leyndardómar undirheimanna. Gjábakkahraun
30. september. Dagsferð. Kl. 11:00-18:00

Í Gjábakkahrauni austan Þingvalla leynast óteljandi hellar og í þessari ferð er stefnt að því að finna og skoða a.m.k tvo þeirra. Við heimsækjum líka einn manngerðan helli og heyrum um fólkið sem þar bjó. Hellafræðingur er með í för til að útskýra það sem fyrir augu ber. Eftir hellaskoðunina er ekið á Laugarvatn, þar sem við förum í gufubað og heitan pott. Allir þurfa að mæta með höfuðljós/vasaljós og hjálm (reiðhjólahjálmur dugar). Þá er gott að vera í góðum gönguskóm og með vettlinga.

Mæting: Hist á bílaplaninu við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum (þar sem sjoppan er og tjaldstæðið) kl. 11:00 þaðan sem keyrt er í halarófu. Gert er ráð fyrir að komið sé til Reykjavíkur kl. 18:00.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir en þeir sem vilja fara í sund og gufu á Laugarvatni borga sérstaklega fyrir það eða 2.100 kr. fyrir fullorðna og 1.050 kr. fyrir 13-16 ára. Frítt er fyrir börn til 12 ára aldurs.


 

til baka


Forsíđa »

Áćtlun

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta