Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Sprang og eldfjöll

Feršir - RSS
Dagsetning: 25.8.2012
Brottfararstašur: Vestmannaeyjar
Višburšur: Sprang og eldfjöll
Lżsing:

Sprang og eldfjöll. Vestmannaeyjar
25. ágúst. Dagsferð. Kl. 9:30-17:30

Landkönnunarleiðangur til Vestmannaeyja. Siglt með Herjólfi til Eyja. Gengið vestur Heimaey með viðkomu í Hundrað manna helli þar sem heimamenn földu sig í Tyrkjaráninu. Stærsti fíll í heimi skoðaður og svo er gengið eftir einstigi upp úr Herjólfsdal og niður í Sprönguna, þar sem allir fá kennslu í þjóðaríþrótt innfæddra. Eftir skoðunarferð í Fiska- og náttúrugripasafnið er frjáls tími. Munið eftir ríflegu nesti ásamt góðum og regnheldum hlífðarfatnaði.

Mæting: Einkabílar mæta í Landeyjarhöfn kl. 9:30 þar sem bílarnir eru skildir eftir og hópurinn tekur Herjólf. Gengið um Heimaey. Siglt til baka með Herjólfi kl. 17:30. Athugið að það tekur rúmlega 2 klst. að keyra frá Reykjavík í Landeyjarhöfn.
Verð: Siglingin með Herjólfi er ókeypis fyrir yngri en 12 ára, kostar 575 kr. fyrir 12-15 ára og 1.150 kr. fyrir eldri en 15 ára. Aðgangur að safninu er ókeypis fyrir yngri en 18 ára en kostar 1.000 fyrir aðra.


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta