Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Ķ frķi frį Facebook

Feršir - RSS
Dagsetning: 20.6.2012
Brottfararstašur: Strandir
Višburšur: Ķ frķi frį Facebook
Lżsing:

Í fríi frá Facebook. Ævintýraferð á Strandir
20.-24. júní. Fjögurra daga ferð

Ferð fyrir fjöruga unglinga á Hornstrandir. Nú segjum við skilið við tölvuna og símann, Facebook og Twitter í fjóra daga og leikum okkur í staðinn úti í náttúrunni. Gist er í tjöldum við Hornbjargsvita í þrjár nætur. Þar er allt til alls, vatnssalerni, sturta og aðstaða til að elda og borða inni við, ef svo ólíklega vildi til að veðrið yrði vont. Á daginn er farið í gönguferðir og náttúruskoðun um þetta óviðjafnanlega umhverfi og svo skemmtum við okkur saman á kvöldin í leikjum og kvöldvökum. Í svona ferð bindast menn ekki aðeins íslenskri náttúru órjúfanlegum böndum heldur myndast líka vináttubönd fyrir lífstíð.

Undirbúningsfundur: 13. júní.
Mæting: Þátttakendur koma á eigin vegum til Bolungarvíkur þann 20. júní þaðan sem siglt er til Hornvíkur.
Verð: 35.000 kr. Skráning á skrifstofu FÍ.
Innifalið: Sigling, tjaldsvæði og fararstjórn.
Fararstjóri: Guðmundur Björnsson, sem gjarnan gengur undir nafninu Gummi skáti, enda hefur hann gríðarmikla reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í gegnum skátastarfið.


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta