Beint į leišarkerfi vefsins
Aftur į forsķšu vefs

Gosskošunarferšir ķ Žórsmörk

Feršir - RSS
Dagsetning: 5.4.2010
Brottfararstašur: Mörkin 6
Višburšur: Gosskošunarferšir ķ Žórsmörk
Lżsing:

Ferðafélag Íslands býður upp á dagsferðir í Þórsmörk alla páskana, rútuferðir með fararstjórum.

Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 9 alla daga, Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag, Páskadag og annan í Páskum.    Ekið er í Skagfjörðsskála í Langadal í Þórsmörk.   Lagt er af stað úr Þórsmörk til Reykjavíkur kl. 22.00 um kvöldið, áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 1 eftir miðnætti.

Boðið er upp á gönguferðir með leiðsögn bæði á Valahnúk og upp á Morinseheiði að gosstöðvunum. 

Gönguferð á Valahnúk tekur innan við klukkustund en gönguferð um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er 5 - 6 klst ganga. 

Nauðsynlegt er að vera vel búinn í ferðinni, með góðan hlífðarfatnað, góða gönguskó, húfu, vettlinga og nesti. 

Verð í ferðina er kr. 10.000 / 12.000. 

Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. 

Skráning og greiðsla á skrifstofu FÍ í síma 568-2533


 

til baka


Forsķša »

Įętlun

Stjórnborš

Minnka letur Stękka letur Hamur fyrir sjónskerta